Uppgjöf kjósenda

Sú staðreynd að VG mælast stærstir stjórnmálaflokka í skoðanakönnunum sýnir að kjósendur hafa gefist upp á forystufólki þeirra flokka sem við stjórnvölinn eru en ennfremur eygja þeir litla von í afstöðuleysi annarra stjórnarandstöðuflokka. VG hefur þó sagt eitthvað, þótt ekki risti það djúpt.

Óþarft er að spá eða vona að stóru flokkarnir hverfi en líklegra er að algjör endurnýjun eigi sér stað í forystuliði þeirra. Ekki einasta hefur forystuhópur beggja flokka, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, brugðist algjörlega á sinni vakt heldur hafa leiðtogarnir þverneitað að horfast í augu við ábyrgð sína. Vantraust þjóðarinnar er því algjört. Það er erfitt að treysta þeim til framtíðar sem neitar að gangast við ábyrgð sinni í fortíð. Öllum er að öðru leyti fyrirgefandi, nema slíkum.

Algjör endurnýjun þarf því að fara fram í báðum stóru flokkunum. Ekki var endilega um rangt lið að ræða, liðið var bara rangt mannað. Í þessu geta falist tækifæri. Ekki eiga margir erindi í áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum af þeim sem helst hafa sóst eftir því. Sumir hafa ekki haft annað fram að færa en eigin löngun og metnað til að taka þátt í stjórnmálum. Nú þarf að kafa dýpra. Leita þarf út fyrir þann hóp manna og kvenna sem hvað ákafast hefur boðið sjálfa sig fram til stjórnmálaþátttöku. Það þarf að finna menn og konur með eiginlega þekkingu og reynslu úr þjóðlífinu sjálfu, en ekki bara háskólalífinu. Það þarf að finna menn og konur sem hafa sannað sig í þjóðlífinu, en ekki hörfa inn á alþingi til að finna vinnu vegna þess að allt hefur flotið unan þeim. Það þarf að finna menn og konur sem lært hafa auðmýkt af lífinu og bjóða sig ekki ákaft fram, en skorast ekki undan ef eftir er leitað. Það þarf nýja uppskrift að þjóðfélagi og því fólki er velst til að þjóna þjóðfélaginu.

 


mbl.is Ánægja með stjórnarandstöðu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband