Er krónan skálkaskjól óhæfra stjórnmálamanna?

 Krónan hefur lent í miklum hremmingum síðustu misserin og keppast nú þeir stjórnmálamenn sem mesta ábyrgð hafa borið á peningamálastefnu síðustu ára um að lýsa hana ónýta. Þorgerður Katrín er í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hvað helst hefur borið ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar.

Þetta er hennar álit á því hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB: 

„Ég tel ekki að Ísland eigi aðra kosti eftir það áfall, sem gjaldmiðillinn okkar hefur orðið fyrir," hefur blaðið eftir Þorgerði Katrínu.

Það má alls ekki gerast að krónan verði skálkaskjól þeirra stjórnmálamanna sem borið hafa ábyrgð á peningamálastefnu þeirri er hér hefur verið rekin undanfarin ár. Það er ekki bílnum um að kenna ef fullur ökumaður keyrir út í móa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forvígi í flestum sveitarstjórnum á landinu og í ríkisstjórn og þar haft með peningamálin að gera, sem og í Seðlabanka. Þar liggur ábyrgðin. Óhóf í opinberum rekstri hefur viðgengist á þenslutímum en ekki skynsemi eða aðgát.

Látum þá sem hafa boðið sig fram til að bera ábyrgð á peningamálastefnunni og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum þjóðarinnar axla þá ábyrgð en köstum gjaldmiðlinum ekki fyrir róða vegna vanhæfis slíkra manna, og kvenna.

 


mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Alveg hárrétt.

Það er ekki krónuni að kenna að keyrt hveru verið á viðskiptahalla upp á hundruðir milljarða í mörg ár.  Nú á að kenna krónunni um. Svei!

Sigurður Þórðarson, 15.12.2008 kl. 13:23

2 identicon

Þorgerður vill bara vera í útlöndum og þarna sér hún kjörið tækifæri til þess.  Henni er skítsama um þjóðarhag, hún hugsar fyrst og fremst um sjálfa sig.

Halldór Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband