24.11.2008 | 09:07
Íslendingar eru frístundamótmælendur
Um helgina var mótmælt og í kvöld er boðað til mótmælafundar. Stöðugt fjölgar í hópi mótmælenda og er að myndast ákveðin stemming í kringum þetta. Mótmælin eru þó ekkert sérstaklega innihaldsrík eða beitt, þetta eru einskonar frístundamótmæli. Fólk hlakkar til helgarinnar og mótmælanna því þá hefur það eitthvað fyrir stafni með börnunum. Þegar mótmælunum líkur er gott að kíkja í kakó eða fá sér einn kaldann. Fyrir knæpueigendur eru laugardagsmótmæli orðin einhverskonar míní menningar nótt með tilheyrandi bjórsölustemmingu.
Ef mótmælendur ætla að ná fram alvöru breytingum þarf að setja meira trukk í mótmælin t.d. með því að fara í mótmælastöður eins og gert var í byltingunni í Úkraníu um árið. Þá voru menn á torgum þar til stjórnin fór frá en kíktu ekki bara við í tvo tíma til að tékka á stemmaranum. Á Íslandi aftur á móti fara mótmælendur í laugardagsmótmæli og síðan í bakaríið. Ef það er kalt þá koma færri og ef eitthvað gott er í sjónvarpinu þá koma ennþá færri. Íslendingar eru í raun ekkert annað en frístundamótmælendur. Ennþá.
Stólar merktir ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 14:16
Tvíeggjað sverð
Tillaga og samþykkt um vantraust er eitt öflugasta verkfæri sem þing hafa til þess að hafa hemil á valdi ríkisstjórna. Það verkfæri ber því að nota sparlega og helst ekki nema þegar raunverulegur möguleiki er á því að einhverjir stjórnarþingmenn hlaupist undan merkjum og taki undir vantraustið svo stjórnin falli. Þrátt fyrir hefðbundið blaður þingmanna og ráðherra Samfylkingar er ekkert sem bendir til þess að þessir aðilar hafi áhuga á því að aflífa Ingibjörgu Sólrúnu foringja sinn eða aðra ráðherra á þessum tímapunkti. Í því ljósi er galið að þingið taki til umfjöllunar og greiði atkvæði um tillögu um vantraust á ríkisstjórn sem hefur aukin meirihluta á þingi. Þetta vopn mun þannig snúast í höndum stjórnarandstöðunnar og verður að sjálfsögðu túlkað sem traustsyfirlýsing frá þinginu þegar tillögunni verður hafnað með miklum meirihluta. Það eru ekki amaleg skilaboð fyrir ríkisstjórn sem vill sitja áfram að hún hafi traust mikins meirihluta þings sem hlaut umboð sitt frá kjósendum fyrir 17 mánuðum síðan. Síðast var borin upp vantrausttillaga á Alþingi á ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Jóns Baldvins sem sat 1991 til 1995. Er það tilviljun að kratar mega ekki setjast í stjórn án þess að á þingi sé borin fram tillaga um vantraust?
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 11:11
Hárrétt en sitjandi stjórnvöld þurfa einnig að taka sér tak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 15:54
Með svona vini
Aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu IMF segir léttur í bragði að í janfvægisgengi sé evran á 176 krónur. Það þýðir hvorki meira né minna en að allir sem tekið hafa lán í erlendri mynt eru í raun búnir að vera. Skuldsetning slíkra aðila er þá komin langt yfir 100%, þó fólk hafi verið varfærið í lántökunni. Hvaða rugl er þetta? Er þetta masterplanið hjá IMF, að lána og tala svo krónuna niður úr öllu valdi til þess að tryggja það að fjárfestar hlaupi út með krónurnar sínar? Ef einhverjir höfðu trú á því að mögulega tækju einhverjir stöðu með krónunni eftir flot hennar þá fór þessi náungi endanlega með það í dag. Er ekki best að hætta við þetta lán frá IMF og leyfa manninum að innleiða sína kreppuspeki annarsstaðar?
Vextir IMF rúm 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 14:20
Þá var ennþá hægt að gleyma sér í gælu(dýra)verkefnum
Óhætt að skjóta hvítabirni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:53
Þörf ábending og vinarbragð
Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 11:24
Heilagir Hollendingar
Mikið eru Hollendingar indælir að lána okkur peninga til þess að borga þeim það sem þeir kúguðu út úr okkur með fulltingi bandamanna sinna í ESB. Þetta er hvílík manngæska að mann setur hljóðan og vöknar um augu. Við munum standa í eilífri þakkarskuld við þessa vinaþjóð - þ.e. svona milljón króna á mann þakkarskuld.
Hollendingar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 11:48
Heilagur Steingrímur í leynimakki
Vildi leynilega sendinefnd til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 10:58
Varfærinn fjárfestir
Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 16:40
Næsta skref
Hætt við loftrýmisgæslu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)