Það er rétt: Ekki sama hver á í hlut

Sumir borga alla skatta og skyldur, fylla samviskusamlega út tollaskýrslur ef í eitt sinn í lífinu þeir flytja inn bíl frá útlöndum, stofna eitt lítið fyrirtæki og fara á hausinn og missa aleiguna ef efnahagsástandið fer úr límingunum vegna græðgi og ævintýramennsku fámennrar elítu. Það er hinn venjulegi Íslendingur, skattborgari í landinu og lím samfélagsins. Aðrir hafa rándýra menn á launum við að leita að skattasmugum, stofna leynireikninga í erlendum skattaparadísum, stofna, kaupa og selja fyrirtæki með leynifrontum og á uppsprengdu pýramídaverði, leika sér í snobbleikjum með snobbleikföngum út um allan heim, og vísa svo reikningnum til íslenskra skattborgara. Þetta er leysiefni samfélagsins.
mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

og ríkisvaldið og eftirlitskerfið ? eru það ekki helstu vankantarnir, þar sofa menn á verðinum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.12.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Skrens

Hárrétt. Þar hafa óhæfir menn þegið há laun of lengi og því verður að breyta. Það er hins vegar svo að þó að lagarammi sé til staðar um ákveðin mál og rekstur fyrirtækja þá er ekki hægt að samþykkja að menn reki sín fyrirtæki þannig eða hegði sér með þeim hætti að þeir séu alltaf komnir að ystu mörkum þess leyfilega. Þessir menn hafa ætíð verið að prófa hversu langt þeir komast, hafa engu til þess sparað, svikið, logið og prettað. Það er því miður svo komið á Íslandi í dag að hugsanlega þarf að setja lög þannig upp að það sem ekki er leyft er bannað. Skynsamlegra væri að lagaramminn væri sæmilega sveigjanlegur og menn reyndu að reka sín fyrirtæki á heiðarlegan og varfærinn máta. Svo er ekki og synd er ef uppátæki og bellibrögð Jóns Ásgeirs og annarra af hans sauðahúsi verða til þess að frelsi frumkvöðla og fyrirtækja verði skert um of. Ljóst er hins vegar að skattborgarar fá reikninginn.

Skrens, 19.12.2008 kl. 13:39

3 identicon

Peningamarkaðssjóðir Landsbanka afskifaði skuldir Bausveldisins um heil 60%, já sextíu prósent. Þúsundir íslendinga töpuðu stórfé á því, t.d. ég. Sumir skulda sumum kaffibolla !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband