Færsluflokkur: Bloggar

Ótrúverðug rannsókn á falli bankanna

Það er með ólíkindum að rannsókn sú sem á að standa yfir á falli bankanna hafi ekki leitt þetta í ljós og til þess að gripið hafi verið til aðgerða. Efnahagsbrotadeildin fær nafnlausa ábendingu í gegnum millilið um miðjan desember um að ekki sé allt með felldu varðandi millifærslur upp á heila 100 milljarða til vildarvina bankans. Um miðjan desember höfðu bankarnir verið tvo og hálfan mánuð í ríkiseigu! Höfðu menn á þessum tveimur og hálfum mánuði virkilega ekki rekið augun í að undarlega hafði verið farið með 100 milljarða, sérstaklega þegar þeim virðist hafa verið komið til náinna vildarvina bankans? Hvernig má það vera? Hvað um önnur mál? Það er enginn trúverðugleiki á bak við rannsóknina á falli bankanna fyrst 100 milljarðar milli vina komu ekki upp á yfirborð fyrr en að tveimur og hálfum mánuði liðnum fyrir nafnlausa ábendingu. Hvað um smærri mál? Höndlun yfirvalda á öllu þessu bankahruni er ekki hafin yfir vafa. Það er ljóst og það er mjög miður því á meðan er erfitt fyrir samfélagið að horfa fram á veginn.
mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En átti hann ekki að vita það?

Er þetta ekki það sem málið snýst um þessa daga, hvort sem er í pólitík eða viðskipta- og atvinnulífi? Að hafa ekki vitað er ekki nóg til að frýja sig ábyrgð. Áttu menn ekki á ýmsum stöðum að vita ýmislegt betur? Menn sem hafa boðið sig fram og þegið laun frá almenningi, oft góð laun, geta erfiðlega haldið því fram að þeir hafi ekki vitað það sem þeir áttu að vita og þannig frýjað sig ábyrgð.

Hvar var verkstjórnin? Hver ber ábyrgð á verkstjórninni? Hver var á vaktinni? Hver ber pólitíska og móralska ábyrgð? Er það ekki augljóst?


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði ekki Össur olíumálaráðherra að Íslendingar yrðu ríkir af olíu?

Það eitt dugði til að olíuverð fór að hrapa! Sama gerðist þegar Össur talaði um milljarðagróða í laxeldi. Væri ekki skynsamlegt að spara eilítið yfirlýsingar á viðsjárverðum tímum?


mbl.is Segir sveiflur í olíuverði vera vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hirðskáld og hirðfífl

Bók Guðjóns Friðrikssonar hlýtur að teljast vonbrigði. Í henni er aragrúi ,,frásagna" sem koma héðan og þaðan en þjóna í raun engum tilgangi öðrum en að fegra hnjaskaða ímynd fallins forseta, og væntanlega vinar. Uppbygging bókarinnar er því ómarkviss, frásagnirnar gagnrýnislausar og efnistök einnig. Þetta er ódýr og fyrirferðalítil leið til að koma með ,,eitthvað út" fyrir þessi jól.

Hvað skal segja um sagnfræðing sem ber betra skynbragð á liðinn tíma en eigin samtíma? 

Menn sem setja sig niður við að vera gagnrýnislaus hirðskáld eru í raun ekkert annað en hirðfífl. Ekki þarf að fjölyrða margt um forseta þann er nú situr á Bessastöðum. Öllum er ljóst að sá maður er ákaflega umdeildur og þjóðin klofin í afstöðu til hans. Á Bessastöðum situr á forsetastóli maður sem ekki er sameiningartákn þjóðarinnar, maður sem ekki hefur viljað deila kjörum með þjóð sinni, maður sem tekið hefur ímynd fram yfir innihald.

Markmið rithöfundar með útgáfu bókarinnar virðist hafa verið að upphefja forsetann og reyna þannig að skapa um hann meiri sátt. Feillinn í uppleggi þeirrar hugmyndar er að vera blindaður af ást til forsetans. Ef bókin hefði verið gagnrýnni og þá í raun mannlegri og trúverðugri hefði höfundi frekar tekist að fá samúð með forseta frá klofinni þjóð. Það tókst ekki.

 


mbl.is Ást Guðjóns til forsetans rauði þráðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt: Ekki sama hver á í hlut

Sumir borga alla skatta og skyldur, fylla samviskusamlega út tollaskýrslur ef í eitt sinn í lífinu þeir flytja inn bíl frá útlöndum, stofna eitt lítið fyrirtæki og fara á hausinn og missa aleiguna ef efnahagsástandið fer úr límingunum vegna græðgi og ævintýramennsku fámennrar elítu. Það er hinn venjulegi Íslendingur, skattborgari í landinu og lím samfélagsins. Aðrir hafa rándýra menn á launum við að leita að skattasmugum, stofna leynireikninga í erlendum skattaparadísum, stofna, kaupa og selja fyrirtæki með leynifrontum og á uppsprengdu pýramídaverði, leika sér í snobbleikjum með snobbleikföngum út um allan heim, og vísa svo reikningnum til íslenskra skattborgara. Þetta er leysiefni samfélagsins.
mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krónan skálkaskjól óhæfra stjórnmálamanna?

 Krónan hefur lent í miklum hremmingum síðustu misserin og keppast nú þeir stjórnmálamenn sem mesta ábyrgð hafa borið á peningamálastefnu síðustu ára um að lýsa hana ónýta. Þorgerður Katrín er í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hvað helst hefur borið ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar.

Þetta er hennar álit á því hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB: 

„Ég tel ekki að Ísland eigi aðra kosti eftir það áfall, sem gjaldmiðillinn okkar hefur orðið fyrir," hefur blaðið eftir Þorgerði Katrínu.

Það má alls ekki gerast að krónan verði skálkaskjól þeirra stjórnmálamanna sem borið hafa ábyrgð á peningamálastefnu þeirri er hér hefur verið rekin undanfarin ár. Það er ekki bílnum um að kenna ef fullur ökumaður keyrir út í móa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forvígi í flestum sveitarstjórnum á landinu og í ríkisstjórn og þar haft með peningamálin að gera, sem og í Seðlabanka. Þar liggur ábyrgðin. Óhóf í opinberum rekstri hefur viðgengist á þenslutímum en ekki skynsemi eða aðgát.

Látum þá sem hafa boðið sig fram til að bera ábyrgð á peningamálastefnunni og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum þjóðarinnar axla þá ábyrgð en köstum gjaldmiðlinum ekki fyrir róða vegna vanhæfis slíkra manna, og kvenna.

 


mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var maðurinn ekki hverrar krónu virði?

Hvernig hefðu hlutirnir farið hefði hann t.d. verið á launum forsætisráðherra? Hver ákveður launakjör forstjóra Fjármálaeftirlitsins?
mbl.is Forstjóri Fjármálaeftirlits með 1,7 milljónir í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir geta þó bitið ...

... annað en Össur sem bara geltir út í loftið.

 En auðvitað er allt ofbeldi gegn lögreglu, þeim mönnum sem í umboði almennings halda uppi lögum og reglu, algjörlega óþolandi og ólíðandi. Borgurum ber að hlíta fyrirskipunum lögreglu og sú athöfn að efna til mótmæla út af hinu og þessu gerir þessa reglu ekki ógilda. Miðað við hvernig lögregla víðast hvar í heiminum tekur á ólátabelgjum og þeim er ekki hlíta fyrirskipunum hennar og hafa í heiðri lög og reglur verður ekki annað sagt en að lögregla hér á landi sé ákaflega sanngjörn og umburðarlynd.

 Þeir unglingar sem nú nota tækifærið til að fá útrás fyrir misskilda hneigð sína til einhvers konar anarkisma endurspegla áreiðanlega ekki þann fjölda fólks sem nú hefur misst hluta af sparnaði sínum eða horfir á eigið fé sitt í húsnæði brenna upp. Þetta eru ungir ólátabelgir sem lesið hafa um erlendar anti-establishment hreyfingar og notfæra sér ástandið sjálfum sér til skammar. Það verður hins vegar athyglisvert þegar hinn almenni borgari, sem nú blæðir fjárhagslega vegna vanhæfni og spillingar stjórnmála- og viðskiptamanna og finnst sér misboðið vegna yfirhylmingar sömu aðila, rís upp. Það er ekki ólíklegt að það gerist seinna í vetur eða vor og þá verður fjandinn laus.


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt hjá manninum ... en ... og ...

... en það voru ekki allir Íslendingar í partýinu þótt allir virðist þurfa að fá timburmennina ...

... og þetta sýnir hversu nauðsynlegt er að skipta út forystufólki hins gamla Íslands til að þjóðin öðlist trúverðugleika á ný. Algjör hreinsun þarf að eiga sér stað. Skilyrðislaust á að henda út öllum sem neita því að bera nokkra ábyrgð. Þeir sem ekki geta horfst í augu við þátt sinn og ábyrgð í fortíð geta ómögulega leitt inn í framtíðina.

 


mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæinn var samt að koma frá Flórída!

Þrátt fyrir að það verði að taka þau orð trúanleg að hálfgert hallæri sé í fasteignasölu þessa mánuði þá virðist af myndinni af Grétari Jónassyni, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, sem hann sé nýkominn frá Flórída. Sólbrúnn og sætur og feitur af hagnaði síðustu ára.


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband