4.4.2008 | 00:51
Bjartsýni Íslendinga
Guđbjartur las frétt um bjartsýni Íslendinga í Times:
Óháđ ţví hvort illa fer
áfram höldum bjartsýn;
Ísland vćri eyđisker
ef viđ vćrum svartsýn.
Bjartsýna ţjóđin í Atlantshafi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 22:48
Forsetinn og CNN
Í frétt á CNN segir um Ólaf Ragnar Grímsson forseta vorn: "During his time in office he has overseen a transformation of the energy market in his homeland changing it from an economy mostly powered by coal and gas to one which is almost exclusively powered by renewable energy -namely hydroelectric and geothermal technologies."
Guđlaug fyllist ađdáun á forsetanum framtakssama á Bessastöđum:
Út hans spyrjast afrekin
enn var slegiđ metiđ;
fréttist brátt ađ forsetinn
fann upp Internetiđ?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 10:25
Félagsţroski Íslendinga
Guđríđur:
Ekki batnar ástandiđ
er ţađ sem ég hafđi grun um:
félagsţroskann fengum viđ
frá feđrum okkar víkingunum.
Fengu hamingjuna í arf frá víkingunum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 09:44
Engin yfirborđsmennska
Guđleifur las grein Jóns Baldvins í 24 stundum, ţar sem hann skrifađi um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblađsins:
Viđ, sem höfum rifist og rökrćtt viđ hann í meira en hálfa öld, vitum ađ hann er rökfastur og fylginn sér; en hann hlustar og tekur rökum. Ţađ eina sem hann ţolir ekki er yfirborđsmennska, hégómaskapur, látalćti og uppskafiningur. Ţađ er gagnlegt ađ vita fyrir ţá, sem vilja reyna sig viđ hann.
Í stuttu máli segir Jón Baldvin:
Eg viđ Styrmi einatt ţrćti
ósköp vel hann ţekki;
yfirborđsmennska og látalćti
líkar honum ekki.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 14:18
Útrásarvíkingar
Guđbrandur:
Hörmungartíma á heimurinn í vćndum
horfin á peningum, mönnum og guđi trú,
Fyrr á öldum ađrar ţjóđir viđ rćndum
útrásarvíkingar gera ţađ sama nú.
Íslandsbylgjan gćti skolliđ á mörgum löndum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 22:41
Davíđ aktađi
Guđjón:
Davíđ á ţessum drottins fagra degi aktađi,
en almennt í áliti lćkkađi
af ţví hann vextina hćkkađi.
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 11:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 21:41
Forsetinn sleginn
Guđmundur:
Svona hljóđar fćrslan fyrsta
fáni ađ húni dreginn
Fólkiđ gleđst á Fróni nyrsta
en forsetinn er sleginn.
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 11:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)