Ísland úr NATO?

Það liggur í augum uppi að Ísland tilheyrir ekki lengur þeim Vesturlöndum sem við höfum talið okkur tilheyra hingað til. Við eigum enga inneign hjá okkar gömlu bandamönnum. Það er ekki hægt að veita okkur lán til að bjarga gjaldmiðli okkar svo við getum stundað viðskipti áfram í alþjóðahagkerfinu, við okkar næstu nágranna. Landi sem aldrei hefur klikkað á að borga skuldir sínar er ekki hægt að veita slíkt lán. Það er ekki hægt að setja önnur mál á ís á meðan heldur skal efnahagskerfi okkar brenna ef við viljum ekki þola ofbeldi, þótt við séum tilbúin til að reka mál sem ósætti er um fyrir dómstólum.

Þurfum við ekki augljóslega að einbeita okkur að efnahagslegum vörnum en ekki geópólitískum? Er ekki augljóst að við afþökkum að herafli þeirrar þjóðar er hefur reynst okkur hinn mesti fjandi á einum erfiðustu tímum Íslands síðan það varð lýðveldi hafi hér viðdvöl? Þurfum við ekki að endurskoða veru okkar í varnarbandalagi sem sér ekki ástæðu til að kalla saman fund að eigin frumkvæði er ein öflugasta bandalagsþjóðin beitir hina smæstu ofbeldi og fordæmalausum hryðjuverkalögum? Er ekki eðlilegt að kalla heim þá Íslendinga sem starfa á vegum bandalagsins, jafnvel undir breskri stjórn, á vígvöllum í fjarlægum löndum heim? Á meðan við íhugum málið. Er ekki eðlilegt að kalla sendiherra Íslands hjá NATO heim? Á meðan við íhugum málið. Er ekki augljóst að einhver skilaboð hljótum við að þurfa að senda til marks um óánægju okkar?


mbl.is Árétta andstöðu við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband