14.11.2008 | 14:01
Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks að Ísland hrekst inn í Evrópusambandið
Möguleg innganga Íslands í Evrópusambandið er augljóslega flókið og margbrotið mál. Ákvörðun um slíkt verður vart tekin nema að vel athuguðu máli þar sem allir kostir og gallar inngöngu eru metnir af þekkingu og ekki síst af yfirvegun. Nú virðist, vegna ástandsins í þjóðfélaginu, að þrýstingur á aðildarviðræður við Evrópusambandið fari vaxandi í öllum afkimum þjóðfélagsins. Ein afleiðing hörmulegrar efnahags- og peningamálastefnu Sjálfstæðissflokksins virðist geta orðið sú að Ísland hrekst inn í Evrópusambandið í einhverju tilfinninga- og hræðslurússi.
Sjálfstæðisflokkurinn setti sig á þann stall í stjórnarmyndunarviðræðum við Samfylkingu á síðasta ári að hann krafðist þess að Evrópumálin kæmi ekki á dagskrá, yrðu ekki rædd. Það er gott og vel og ber vitni nokkrum hroka, sjálfsbyrgingskap og fullvissu um ágæti eigin málstaðar. En Sjálfstæðisflokkurinn hefði þá átt að tryggja að stjórnun efnahagsmála landsins, en flokkurinn hefur teiknað upp skipulag þeirra, stýrt og borið ábyrgð á þeim síðustu 15 árin, væri beysnara en svo að landið myndi hrekjast í faðm Evrópusambandsins eins og einhver Wild Rover sem kemur heim til mömmu þegar peningarnir eru búnir eftir góðan drykkjutúr. Það verður Sjálfstæðisflokknum ekki fyrirgefið af þeim sem kusu hann ekki síst vegna andstöðu hans við Evrópusambandið.
Evrópumálin í brennidepli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem betur fer eruð þið ekki nema sjötíu og fjórir sem kusuð XD vegna andstöðu við inngöngu í ESB. Ég held að flokkurinn hljóti að vega þyngra hagsmuni þjóðarinnar en misskilda þjóðrembu örfárra einstaklinga.
Einar Solheim, 14.11.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.