Næsta skref

Næsta skref hlýtur að vera að sýna í smáu en án þess að það geti verið misskilið óánægju okkar með svokallaða Vestræna bandamenn. Bandamenn sem þykjast vera með okkur í varnarbandalagi en láta sér efnahagslegt öryggi þjóðarinnar í léttu rúmi liggja, en beita okkur ofbeldi í stað þess að vinna að lausn erfiðra mála með okkur. Við eigum að kalla heim þá Íslendinga sem starfa á vegum NATO í Afganistan, jafnvel undir breskri stjórn, á meðan við íhugum stöðu okkar. Við eigum að kalla heim sendiherra okkar hjá NATO á meðan við íhugum stöðu okkar í bandalaginu. Staða okkar þar er augljóslega ekki söm og þarfnast endurmats. Við eigum að sýna með klárum hætti að slíkt endurmat mun eiga sér stað.
mbl.is Hætt við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband