14.11.2008 | 16:40
Næsta skref
Næsta skref hlýtur að vera að sýna í smáu en án þess að það geti verið misskilið óánægju okkar með svokallaða Vestræna bandamenn. Bandamenn sem þykjast vera með okkur í varnarbandalagi en láta sér efnahagslegt öryggi þjóðarinnar í léttu rúmi liggja, en beita okkur ofbeldi í stað þess að vinna að lausn erfiðra mála með okkur. Við eigum að kalla heim þá Íslendinga sem starfa á vegum NATO í Afganistan, jafnvel undir breskri stjórn, á meðan við íhugum stöðu okkar. Við eigum að kalla heim sendiherra okkar hjá NATO á meðan við íhugum stöðu okkar í bandalaginu. Staða okkar þar er augljóslega ekki söm og þarfnast endurmats. Við eigum að sýna með klárum hætti að slíkt endurmat mun eiga sér stað.
![]() |
Hætt við loftrýmisgæslu Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.