20.11.2008 | 14:20
Þá var ennþá hægt að gleyma sér í gælu(dýra)verkefnum
Þetta mál var eitt hið furðulegasta sem komið hefur upp lengi á Íslandi varðandi umgengni við dýr og náttúru og skilgreiningu fólks á stað manneskjunnar í dýraríkinu. Það þurfti alveg sérstakan hefaldreikomiðútínáttúrunaogbaraséðdýrísjónvarpistórborgarbúahugsunarhátt til að geta bullað eins og umhverfisráðherra gerði í þessu máli. Að vera tilbúin til að hætta á að missa ísbjörn inn í þoku uppi á heiði, þar sem jafnvel var fólk á ferli, sýnir ótrúlegan sakleysishátt og skilningsleysi á umhverfi manna og dýra. Þorri þjóðarinnar átti bágt með að trúa að slíkur hugsunarháttur væri yfir höfuð til staðar á Íslandi. Hvað þá í æðsta embætti umhverfismála! En reyndar vissi þjóðin að um íslenskan stjórnmálamann var að ræða þegar eðlilegt þótti að leigja flugvél fyrir sig og nokkra fylgdarmenn á kostnað skattborgara til að geta flækst fyrir vinnandi mönnum og vonandi nokkrum sjónvarpsmyndavélum á aðgerðastað. Hvað ætli þjóðinni þætti um þvílíka sýndarmennsku eins og aðstæður eru í dag ef svipað mál kæmi upp?
Óhætt að skjóta hvítabirni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.