20.11.2008 | 15:54
Með svona vini
Aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu IMF segir léttur í bragði að í janfvægisgengi sé evran á 176 krónur. Það þýðir hvorki meira né minna en að allir sem tekið hafa lán í erlendri mynt eru í raun búnir að vera. Skuldsetning slíkra aðila er þá komin langt yfir 100%, þó fólk hafi verið varfærið í lántökunni. Hvaða rugl er þetta? Er þetta masterplanið hjá IMF, að lána og tala svo krónuna niður úr öllu valdi til þess að tryggja það að fjárfestar hlaupi út með krónurnar sínar? Ef einhverjir höfðu trú á því að mögulega tækju einhverjir stöðu með krónunni eftir flot hennar þá fór þessi náungi endanlega með það í dag. Er ekki best að hætta við þetta lán frá IMF og leyfa manninum að innleiða sína kreppuspeki annarsstaðar?
Vextir IMF rúm 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni,og Samfylkingin hefur verið dugleg að tala krónuna niður fyrir Jón Ásgeir og hans brask
Adolf (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.