Hárrétt en sitjandi stjórnvöld þurfa einnig að taka sér tak

Vissulega er rétt að það er ekki á þann glundroða sem ríkir hér á landi bætandi með því að ganga til kosninga nú. Um hvað ætti að kjósa? Hvaða fólk ætti að kjósa, inn og út? Óvissan er nóg í efnahags- og stjórnmálalífi þjóðarinnar og rykið verður að setjast á rústirnar áður en kosningar eða lýðræðislegt uppgjör fer fram. Umræða um kosningar nú sprettur hins vegar ekki af engu. Sitjandi stjórnvöld hafa einfaldlega ekki staðið sig nógu vel. Miklar efasemdir eru varðandi afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar hafa verið í þessu hruni Íslands, upplýsingum hefur ekki verið komið skipulega á framfæri til almennings, stjórnendur nýju bankanna virðast djúpt sokknir í spillingu gömlu bankanna og halda áfram að hjálpa sínum gömlu skjólstæðingum í nýju bönkunum undir væng ríkisins, orðrómur er um afskriftir skulda viðskiptamanna, almenningar hins vegar horfir fram á eftir að hafa glatað sparifé sínu, ellilífeyri og atvinnu að glata einnig húsnæði sínu. Augljóslega þarf skýr skilaboð og aðgerðir þurfa nú sem aldrei áður að vera yfir vafa hafnar. Einungis með því að standa sig mun betur geta formenn stjórnarflokkanna sýnt fram á að kosningar komi ekki til greina. 
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband