Tvíeggjað sverð

Tillaga og samþykkt um vantraust er eitt öflugasta verkfæri sem þing hafa til þess að hafa hemil á valdi ríkisstjórna. Það verkfæri ber því að nota sparlega og helst ekki nema þegar raunverulegur möguleiki er á því að einhverjir stjórnarþingmenn hlaupist undan merkjum og taki undir vantraustið svo stjórnin falli. Þrátt fyrir hefðbundið blaður þingmanna og ráðherra Samfylkingar er ekkert sem bendir til þess að þessir aðilar hafi áhuga á því að aflífa Ingibjörgu Sólrúnu foringja sinn eða aðra ráðherra á þessum tímapunkti. Í því ljósi er galið að þingið taki til umfjöllunar og greiði atkvæði um tillögu um vantraust á ríkisstjórn sem hefur aukin meirihluta á þingi. Þetta vopn mun þannig snúast í höndum stjórnarandstöðunnar og verður að sjálfsögðu túlkað sem traustsyfirlýsing frá þinginu þegar tillögunni verður hafnað með miklum meirihluta. Það eru ekki amaleg skilaboð fyrir ríkisstjórn sem vill sitja áfram að hún hafi traust mikins meirihluta þings sem hlaut umboð sitt frá kjósendum fyrir 17 mánuðum síðan. Síðast var borin upp vantrausttillaga á Alþingi á ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Jóns Baldvins sem sat 1991 til 1995. Er það tilviljun að kratar mega ekki setjast í stjórn án þess að á þingi sé borin fram tillaga um vantraust?


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband