27.11.2008 | 13:24
Ríkissjóður var skuldlaus er hrunið varð
Um þetta þarf ekki fleiri orð. Fjármálaráðherra hélt augljóslega vel utan um sín mál, þótt hann kunni að bera sameiginlega ábyrgð með öðrum ráðamönnum og ríkisstjórn.
Undrandi á forseta ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt þó mikið væri sótt að ríkissjóði þar á meðal af frekjukynslóðinni ,sem ég er nú farin að tilheyra.
Ragnar Gunnlaugsson, 27.11.2008 kl. 13:40
Sælir félagar,
það er ekki nóg að ríkissjóður sé skuldlaus. Í mikilli þenslu og í útlánabólu eins og hefur verið hér síðustu ár þá er auðvelt að skila afgangi.
Spurningin um ábyrgð Árna, og fjárlaganefnd, snýst meira um það hvort að afgangurinn hafi verið nógu mikill. Þeas. ýttu útgjöld ríkisins undir þenslu eða dróg aðhald í ríkisfjármálum úr þenslunni?
Á síðust árum hefði verið betra að safna afgangi ríkissins í formi gjaldeyris í Seðlabankanum. Sýndi fjármálaráðherran þá fyrirhyggju?
Þetta eru margar spurningar og ég ætlast ekki til að fá svör við þeim hér, en vonandi kemur þetta allt í ljós þegar farið verður yfir aðdragandi bankakreppunnar.
Lúðvík Júlíusson, 27.11.2008 kl. 13:56
en auðvitað á hann hrós skilið(meina það, ekki kaldhæðni) fyrir að hafa staðist þá gífurlega miklu freistingu að hafa ekki eytt meiru í vitleysu, þó að nóg hafi verið af henni.
Lúðvík Júlíusson, 27.11.2008 kl. 13:59
Það kvittast svo sannarlega undir að betur hefði mátt gera á flestum vígstöðvum, safna betur fyrir mögrum tímum og svo framvegis. En á góðæristímum er væntanlega ákaflega erfitt að verja ríkissjóð þegar kallað er úr öllum áttum og enginn sér ástæðu til að spara, en mörg góð verk þarf að vinna. Það var þó gert og skilar ákveðnu viðnámi í því áfalli sem nú ríður yfir sem er ákaflega mikilvægt. En væntanlega má taka undir að betra hefði verið ef meira hefði verið sparað, ef það hefði yfirhöfuð verið hægt! Sennilega ímynduðu menn sér ekki að mögru tímarnir yrðu svona magrir.
Skrens, 27.11.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.