Er HR í vandræðum?

Það virðist ríkja undarlegt andrúmsloft innan HR. Ætli það sé tekið að hrikta alvarlega í stoðunum? Undarlegir tölvupóstar, e.k. hvatningarpóstar hafa borist til nemenda frá rektor, jafnvel sendir að nóttu til. Dæmi eru um undarlegar ákvarðanir og mismunun tengd klíkuskap, sem m.a. hefur flýtt för nemanda í gegnum skólann.

Eigendur HR sitja í Háskólaráði. Á vef HR kemur eftirfarandi fram um hverjir eru eigendur skólans en ljóst að er að burðarstólpar í hópnum hafa átt í verulegum vandræðum upp á síðkastið.

Háskólaráð

Í háskólaráði eru 8 fastafulltrúar og 2 varamenn sem að vanda eru skipaðir af eigendum skólans og eru fulltrúar íslensks atvinnulífs. Formaður Stúdentafélags HR situr háskólaráðsfundi.

Háskólaráð er skipað eitt ár í senn.

 

Í háskólaráði sitja:

Róbert Wessman formaður

Árni Harðarson lögfræðingur

Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis

Lárus Welding, forstjóri Glitnis

Sigurður Bragi Guðmundsson verkfræðingur

Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Baugi Group.


mbl.is Ræða Katrínar ekki tekin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

EYMINGJA fólkið! Merkilegt að ræðan skuli enn hanga inni á síðunni ef hún gerir það!

H G, 27.11.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Páll Jónsson

"Undarlegir tölvupóstar, e.k. hvatningarpóstar hafa borist til nemenda frá rektor, jafnvel sendir að nóttu til. Dæmi eru um undarlegar ákvarðanir og mismunun tengd klíkuskap, sem m.a. hefur flýtt för nemanda í gegnum skólann."

Ah, órökstuddar dylgjur og kjaftæði. Smekklegt.

Guð forði Rektor frá því að bera hag nemenda fyrir brjósti, það er víst í hæsta máta óeftirsóknarvert.

Páll Jónsson, 27.11.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

HR er sýktur af kakkalökkum úr heimdalli og það vantar meindýraeyði þangað

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.11.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Páll Jónsson

Bloggheimar eru sýktir af veruleikafirrtum rugludöllum sem sjá sjálfstæðisflokkssamsæri í hverju horni.

Leitaðu læknis.

Páll Jónsson, 27.11.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband