19.12.2008 | 13:33
Hirðskáld og hirðfífl
Bók Guðjóns Friðrikssonar hlýtur að teljast vonbrigði. Í henni er aragrúi ,,frásagna" sem koma héðan og þaðan en þjóna í raun engum tilgangi öðrum en að fegra hnjaskaða ímynd fallins forseta, og væntanlega vinar. Uppbygging bókarinnar er því ómarkviss, frásagnirnar gagnrýnislausar og efnistök einnig. Þetta er ódýr og fyrirferðalítil leið til að koma með ,,eitthvað út" fyrir þessi jól.
Hvað skal segja um sagnfræðing sem ber betra skynbragð á liðinn tíma en eigin samtíma?
Menn sem setja sig niður við að vera gagnrýnislaus hirðskáld eru í raun ekkert annað en hirðfífl. Ekki þarf að fjölyrða margt um forseta þann er nú situr á Bessastöðum. Öllum er ljóst að sá maður er ákaflega umdeildur og þjóðin klofin í afstöðu til hans. Á Bessastöðum situr á forsetastóli maður sem ekki er sameiningartákn þjóðarinnar, maður sem ekki hefur viljað deila kjörum með þjóð sinni, maður sem tekið hefur ímynd fram yfir innihald.
Markmið rithöfundar með útgáfu bókarinnar virðist hafa verið að upphefja forsetann og reyna þannig að skapa um hann meiri sátt. Feillinn í uppleggi þeirrar hugmyndar er að vera blindaður af ást til forsetans. Ef bókin hefði verið gagnrýnni og þá í raun mannlegri og trúverðugri hefði höfundi frekar tekist að fá samúð með forseta frá klofinni þjóð. Það tókst ekki.
Ást Guðjóns til forsetans rauði þráðurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert óvenju hnitmiðaður um helstu staðreyndir málsins. Eins og talað út úr mínu hjarta.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:03
Já, það verður seint sagt im ÓRG að hann hafi setið á friðarstóli á Bessastöðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.