Þeir geta þó bitið ...

... annað en Össur sem bara geltir út í loftið.

 En auðvitað er allt ofbeldi gegn lögreglu, þeim mönnum sem í umboði almennings halda uppi lögum og reglu, algjörlega óþolandi og ólíðandi. Borgurum ber að hlíta fyrirskipunum lögreglu og sú athöfn að efna til mótmæla út af hinu og þessu gerir þessa reglu ekki ógilda. Miðað við hvernig lögregla víðast hvar í heiminum tekur á ólátabelgjum og þeim er ekki hlíta fyrirskipunum hennar og hafa í heiðri lög og reglur verður ekki annað sagt en að lögregla hér á landi sé ákaflega sanngjörn og umburðarlynd.

 Þeir unglingar sem nú nota tækifærið til að fá útrás fyrir misskilda hneigð sína til einhvers konar anarkisma endurspegla áreiðanlega ekki þann fjölda fólks sem nú hefur misst hluta af sparnaði sínum eða horfir á eigið fé sitt í húsnæði brenna upp. Þetta eru ungir ólátabelgir sem lesið hafa um erlendar anti-establishment hreyfingar og notfæra sér ástandið sjálfum sér til skammar. Það verður hins vegar athyglisvert þegar hinn almenni borgari, sem nú blæðir fjárhagslega vegna vanhæfni og spillingar stjórnmála- og viðskiptamanna og finnst sér misboðið vegna yfirhylmingar sömu aðila, rís upp. Það er ekki ólíklegt að það gerist seinna í vetur eða vor og þá verður fjandinn laus.


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1   Hvað veist þú um aldur, stjórnmálaskoðanir og eignastöðu þessa fólks?

2   Viltu gera svo vel að útskýra hvað þú átt við með 'misskilda hneigð sína til einhverskonar anarkisma'? Í hverju er misskilningurinn fólginn?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:31

2 identicon

Eva mín þú hlýtur að vera á sýru þú ert svo rugluð.Þú talar um hreyfingu aðgerðasinna. Þetta eru mest  iðjuleysingjar og óharðnaðir unglingar sem eru að mótmæla.En Eva ert þú ekki komin á miðjan aldur og ættir að teljast fullorðin hvar staðnaðir þú í þroska.

Anna (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:48

3 identicon

Anna, hvað veist þú um aldur og atvinnu þessa fólks? Hvað veist þú um hlutfall unglinga í þessum hópum? Þekkir þú einhvern sem hefur tekið þátt í þessum aðgerðum?

Hvað heita þessir atvinnulausu? Er það einhver hulduher sem ekki hefur verið kynntur fyrir mér ennþá? Og hvenær breyttist skilgreiningin á unglingi 18-74 ára?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Skrens

Það sjá allir sem á sjónvarp horfa að þeir sem hafa verið að ögra lögreglunni, og bíta, og skilgreina sig ,,aðgerðasinna" er ungt fólk í leit að sjálfu sér, í leit að málstað til að berjast fyrir, í uppreisn gegn ,,kerfinu" hvernig svo sem það skilgreinir það. Það hefur líka verið augljóst að þetta er ekki stór hópur. Þetta eru varla hinir hefðbundnu borgarar sem nú blæða. Þetta eru ekki hinir hefðbundnu lántakendur húsnæðislána eða sparifjáreigendur. Þetta er uppklappsfólks óeirða, sama í hvaða tilgangi, sem er áþekkur hópur í flestum Evrópulöndum. Þetta er ekkert nýtt. Það eru svona hópar til í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi.

 Meinið er hins vegar að svona hópar eyðileggja þann málstað sem stærra mengið vill berjast fyrir. Almennir borgarar kenna sig ekki við þennan hóp. Þetta er ekki hópur fólks sem leiðir eitt eða neitt heldur stekkur fram fyrir flóðbylgjuna og í raun virkar eins og brimbrjótur, dreifir athygli og fær óæskilega athygli þannig að málstaður almennings hverfur. Þetta fólk telur að ef eigin aðgerðir rati í fjölmiðla sé tilgangi náð. En aðeins þeirra hégómagirnd er svalað með því. Hinn eiginlegi málstaður hefur beðið hnekki ef hann hefur ekki hreinlega gleymst í fréttatíma kvöldsins. Með þessari hegðan þjóna svona hópar í raun stjórnvöldum, establishmentinu, best. Án þess að átta sig á því vegna eigin hégómagirndar. Það fóru engir svona hópar fyrir hinni friðsamlegu byltingu í Austur-Þýskalandi.

Það eina sem þessi hópur á Íslandi hefur ekki áttað sig á er sú linkind, eða þolinmæði, sem lögreglan hefur sýnt þeim. Í flestum löndum væri tekið mun harðar á þessum krökkum, óvirðing gagnvart lögreglu ekki liðin, hvað þá óhlýðni. Á þessum krökkum hefur ekkert brennt ennþá, það er augljóst, þau eru að leika sér. Hins vegar er raunveruleg ólga í þjóðfélaginu og ekki ljóst hvernig hún mun finna sér leið, en þessir krakkar munu ekki leiða eitt né neitt í þeim efnum né telja á nokkurn hátt.

Skrens, 10.12.2008 kl. 09:19

5 identicon

Enn einn þverhausinn sem þrátt fyrir að hafa engar upplýsingar, fullyrðir um aldur fólks, sem gjarnan hylur andlít sín, og félagslegar aðstæður þess líka.

Nei, vitanlega eru aktivistar ekki 'hefðbundnir borgarar'. Aktivistar eru venjulega mun betur upplýstir, mun gagnrýnni í hugsun og með róttækari skoðanir en meðaljóninn. Margir hafa einnig tamið sér mun hófsamara líferni en gengur og gerist og hafa megna óbeit á því viðhorfi að það sé nauðsynlegt að vinna 10 tíma vinnudag til að kaupa fullt af ónauðsynlegu drasli.

Ykkur til upplýsingar þá var fólið sem tók þátt í þessari aðgerð á aldrinum 18-47 ára, flestir í kringum 25 ára. Tveir eru nýbúnir að missa vinnuna en fleiri eru ekki atvinnulausir (nema háskólanám flokkist sem atvinnuleysi). Nokkrir óttast að missa vinnuna og fleiri óttast að missa heimili sín. Um helmingur hefur ekki tekið þátt í beinum að gerðum áður.

Ég hef beðið marga að rökstyðja þá fullyrðingu að beinar aðgerðir skemmi fyrir málstaðnum en enginn hefur ennþá getað fært rök fyrir því.

Ég legg því til að þið takið ykkar fordóma og troðið þeim upp í ------ á ykkur.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband